Harmsögur ævi minnar

28.12.05

Úúúú, er búin að vera allt of upptekin við að éta og hef alveg gleymt að blogga. Sumt man ég heldur ekkert, en hér er eitthvað af því sem er búið að gerast: bjór, mirto, sambrýnda vonda barnið úr Simpsons, spil, jólasloppur, dómarabúningur, gat á gallabuxur og sár á hné. Og svo er byrjað að leka vatn úr þakinu á bílnum mínum, sem er slæmt.