Keypti mér allar skólabækurnar og verslaði í matinn í gær. Rétti bara fram vísa eins og ekkert væri sjálfsagðara en inni í mér var ég skíthrædd um að fá synjun á kortið. Þetta rúllaði samt í gegn, hjúkk.
Sökum ofáts yfir jólin og almennra blankheita keypti ég bara leiðinlegan, ódýran og hollan mat. Það dugði þó skammt því um miðnætti greip mig mikil sykurþörf. Til allrar lukku fann ég tvo gamla kleinuhringi inni í skáp sem ég tróð í mig með nokkrum ísköldum mjólkurglösum (aðallega af því að það er gott en líka af því þeir voru svo harðir). Fór svo í rúmið en viti menn, klukkutíma síðar var ég aftur að drepast úr hungri/græðgi. Maginn á mér breytist yfir jólin í plöntuna úr Litlu Hryllingsbúðinni... FEEEED MEEE!! Ég er stanslaust glorsoltin því kvikindið (þ.e.a.s. maginn á mér) er orðið svo stórt. En hingað og ekki lengra. Nú verður borðað grænmeti, fiskur og baunadrasl.
Og þriðji skóladagurinn í dag og ég er ekki ennþá búin að fá geðveikiskast og henda mér grenjandi í gólfið af kvíða. Það er mjög jákvætt. Ég er viss um að þetta er allt varalitnum að þakka.
<< Home