Harmsögur ævi minnar

9.1.06

Las viðtal í Mogganum áðan við eitthvað alíslenskt skoffín sem talaði íslenskuna sína með spænskum hreim eftir að hafa búið á Spáni í alveg heil sjö ár. Nei ekki þrjátíu og sjö ár, sjö ár! Allt er nú til. Maður má víst þakka fyrir að tala ennþá móðurmálið sitt skammlaust eftir alla þessa dvöl erlendis. Er fólk hálfvitar?