Harmsögur ævi minnar

9.1.06

Fyrsti skóladagurinn byrjaði ekki gæfulega. Mætti klukkan átta í morgun og nokkrum mínútum síðar var ég steinsofandi. Ég er samt búin að þróa handlegginn á mér í það að láta eins og hann sé að glósa, virkar fínt, annað slagið hrekkur hann í gang og krafsar eitthvað rugl í stílabókina... hroooootur. Ég endaði nú bara á því að drulla mér heim, get alveg eins sofið þar. Missti svo af seinni tímanum því ég þurfti að bruna til Keflavíkur. Það var fínt að hafa afsökun til að þurfa ekki að mæta. Ég nenni þessu ekki.

Svo finnst mér þetta fyndið.