Harmsögur ævi minnar

27.1.06

Ég blandaði mér gríðarlega hollan og vondan skyrdrykk um daginn. Í hann setti ég ávexti sem voru að fara að skemmast og einhver fræ, þar á meðal hörfræ. Þá mundi ég allt í einu eftir því að móðir mín setti á tímabili alltaf hörfræ í hafragrautinn minn þegar ég var pínkulítil því ég var víst með svo mikið harðlífi.

Þeir sem mig þekkja vita að ég þjáist vægast sagt ekki af harðlífi í dag. Þess vegna er mikið hörfræjaát kannski ekki ráðlegt ef það kemur hreyfingu á þarmavinnslu. En ég fattaði þetta bara eftir á sko.

Finn svosem engan mun en það er gaman frá því að segja að þegar ég bjó um rúmið í morgun lá eitt hörfræ á lakinu. Kann ég engar skýringar á því en þetta kríli hefur nú fengið titilinn "fræ vonarinnar".

Góð saga.

Svo er bara handbolti og bjór á eftir. ÁFRAM ÍSLAND!