Harmsögur ævi minnar

30.1.06

Var að spjalla við ítalskan vin minn. Sagði honum þær gleðifréttir að það væri loksins búið að skíra sætu frænku Sölvadóttur og að barnið héti Valdís Katla. Örlítið kunnugur myndun eftirnafna í íslensku varð vinurinn yfir sig glaður að uppgötva sjálfur að þegar barnið eignaðist börn í framtíðinni yrðu þau að sjálfsögðu X Valdískatladóttir og/eða X Valdískatlason. Snillingar þessir útlendingar.