Harmsögur ævi minnar

5.3.06

Ég fór í kaffi með Glókolli áðan og spurði hann spjörunum úr um tilgang lífsins og leitina að hamingjunni. Eins og við var að búast hafði Glókollur engin svör og öllum spurningunum er ennþá ósvarað. Ef einhver er með lausnina (og ég vil helst ekki 42 sem svar) væri það vel þegið.

Annars er þetta gullfallegur sunnudagur og ekkert til að kvarta yfir svosem. Þó að ég hati sunnudaga út af lífinu.