Harmsögur ævi minnar

10.3.06

Ætla á kvissið á eftir og ég ætla, ætla að vinna bjórkassann. Það verður samt ekkert húllumhæ í kvöld, ó nei (eða svona 70% víst a.m.k., maður veit auðvitað aldrei). Hins vegar verður skvett úr klaufunum næsta föstudagskvöld. Þá skilst mér að sé dagur heilags Patreks, verndardýrlings Írlands. Ég er að föndra græna hatta fyrir okkur öll og svo drekkum við nóg af Guinness. Nú, og að auki er Tobbalicious að útbúa riverdance kóreógrafíu sem allir ættu að ráða við.