Harmsögur ævi minnar

17.4.06

Díses kræst, ég hef enga stjórn á mér þegar kemur að sælgætisáti. Ég er farin að svitna og pissa súkkulaði. Svo reyndi ég að vega upp á móti sykurbrjálæðinu með því að reykja asnalega mikið. Það gekk alls ekki neitt og ég er núna í sturluðu sykur-nikótín-adrenalín kasti og kem engu í verk nema labba fram og til baka, opna og loka gluggum, kveikja og slökkva á ljósum o.s.frv. o.s.frv. Svo komst ég að því að það smellur í kjálkanum á mér þegar ég opna munninn ógeðslega mikið. Það er nýja hobbíið mitt en verður þó líklega bara stundað í einrúmi.