Hrollur... ég var að reyna að borða samloku með rækjusalati áðan en kom henni ekki með nokkru móti niður. Annað hvort eru samlokufyrirtækin farin að búa til ógeðslega vont rækjusalat eða mér þykir rækjusalat hreinlega ekki gott lengur. Ég skýt á það fyrra.
---
Annars er helsta afrek dagsins hjá mér að vera komin með kvef. Það líst mér vægast sagt illa á. Hefur því öllum vitleysisgangi um helgina verið aflýst í bili og mun ég sitja við hannyrðir í staðinn með heitt toddý við hendina.
<< Home