Ég er búin að vera að sturlast úr geðvonsku í allan dag, af ýmsum ástæðum sem ég nenni ekkert að tíunda hér. Sambó greyið fór meira að segja snemma í vinnuna til að losna við að vera nálægt mér. Ekki lái ég honum... ef ég gæti myndi ég sjálf drulla mér út úr húsi og skilja fýlu-Deezu eftir heima.
En nóg um það. Undur og stórmerki... ég slökkti á sjónvarpinu í gær. Slökkti! Everwood eða hvað í andskotanum sem það heitir á RÚV og helvítis trilljónasta serían af Survivor á S1. Gubb. Ég á von á því að endurtaka leikinn í kvöld. Ég ætla ekki ekki ekki að horfa á ANTM og ég get heldur ekki horft á heimildarmynd um Matthew Barney - hann er alltof mikill listamaður fyrir mig. Yfirleitt get ég glápt á hvaða viðbjóð sem er en upp á síðkastið hef ég haft mjög takmarkaðan áhuga á lélegu sjónvarpsefni. Þroskamerki? Naaaah... þetta hlýtur að lagast.
<< Home