Harmsögur ævi minnar

3.1.04

Skrýtin jól og áramót. Ekki leiðinleg en geðveikt skrýtin. Ég og tobbalicious átum yfir okkur á aðfangadag og ég gubbaði áður en ég fór að sofa. Svo fórum við í jólaboð 25. til ítalsks stráks og það voru allir í gallabuxum og Bon Jovi í græjunum. Rosa hátíðlegt. Tobbalicious yfirgaf mig svo 31. til að fara á skíði með módelstráknum vini sínum. Rugl.

Ég vil þakka þeim sem sendu mér jólapakka... fékk fullt af dóti og bókum sem er auðvitað snilld. Og dúninniskó frá mömmu sem ég er ekki búin að taka af fótunum síðan 24. Og náttföt og hálsmen og kertastjaka og ég veit ekki hvað og hvað.

Nú er bara að fara að fá taugaáfall yfir prófunum fokk fokk fokk. Ekki veit ég hvernig ég ætla að snúa mig út úr því. Var að spá í stutt pils og fleginn bol en allir kennararnir mínir nema einn eru konur. Kannski hægt að prófa samt - maður veit aldrei.

Æ já gamlárskvöld gleymdi því.... það var gaman. Fór í partý í stóru húsi og við borðuðum og borðuðum og borðuðum og svo bara svona partý eitthvað. Dansaði og allt. Verst hvað þessir Skítalar geta verið þreyttir... við þurftum sko alveg að halda uppi stuðinu. Svo gleymdi ég að freyðivín lætur mann hafa hausverk daginn eftir en ég drakk ekki svo mikið af því þannig að það reddaðist. Hvað er annars málið með freyðivín? Þetta er ekki einu sinni svo gott á bragðið. Allt í lagi bara á gamlárs. Vill svo ekki einhver senda mér glósur úr ítölskum bókmenntum eða eitthvað. Eða láta offa mig svo ég þurfi ekki að taka próf. Kannski ef ég fótbrýt mig í stiganum í skólanum get ég farið í mál við þau og settlað með því að ég nái sjálfkrafa öllum prófum MÚHAHAHAHAHA....