Þetta fann ég í e-i "Hverju svarar læknirinn" - bók frá 1980 heima hjá ömmu minni:
Getur maður fengið botnlangabólgu af því að gleypa rúsínusteina?
Nei, það er misskilningur, sem á rætur að rekja til skurðlækna fyrr á tíð. Við botnlangauppskurð er það ekki botnlanginn, sem er numinn burt, heldur ormlaga botnlangatotan (appenix vermiformis). Í henni eru stundum litlar, harðar kúlur, sem líta út eins og rúsínusteinar. Sumir handlæknar héldu að þetta væru raunverulegir rúsínusteinar, en það reynast vera glerharðir hægðakögglar, sem hafa komist niður í botnlangatotuna. Og þar eð totan er lokuð í annan endann, komast þessir kögglar ekki lengra. Þótt maður gleypi rúsínusteina, fara þeir venjulega rétta leið.
Svo er rosalega krúttleg mynd af botnlanga + totu og lítið sparð fast í totunni. Svo er ör sem bendir á það og segir "innilokaður hægðaköggull".
Það er nú ekki hægt annað en að elska lífið þegar maður les svona gullmola.
<< Home