Harmsögur ævi minnar

24.3.05

Ég er að reyna að ákveða mig hvort ég á að fara út í bakarí eða ekki. Það er nefnilega bara eitt bakarí hérna nálægt... og það er meira að segja geðveikt nálægt mér en það er e-ð svo krípí fólk sem vinnur þar. Heil fjölskylda af einhverjum vírdóum. Maður gengur inn og þau standa öll (10 manns eða eitthvað) fyrir aftan búðarborðið og glápa. Bjóða ekki góðan daginn eða neitt... glápa bara á mann með X-Files tónlist í bakgrunninum. Eins og Children of the Corn fullorðin. Svo taka þau brauðið upp með berum höndunum púff... og alveg svona lið sem þvær sér ekki um hendurnar og klórar sér í handarkrikunum. En brauðið er reyndar bilað gott þannig að þetta er erfið ákvörðun að taka.

Vesen að vera til stundum.