Harmsögur ævi minnar

21.3.05

Fór á Million Dollar Baby í gærkvöldi. Guð minn aaaalmáttugur, það hefði nú einhver mátt vara mig við. Gat ekkert einbeitt mér að seinni helmingnum því ég var allan tímann að berjast við að bæla niður ekkasogin. Ég er sko enginn bógur í svona dramatík - það þurfti meira að segja að leiða mig út í bíl eftir myndina því augun á mér voru svo bólgin.

Ég ætla bara á gamanmyndir í bíó héðan í frá. Vissara að taka svona myndir á leigu svo maður geti grátið í friði heima hjá sér.