Harmsögur ævi minnar

17.3.05

Muniði eftir sögunni um Dísu Ljósálf? Ég á hana einhvers staðar... hef ekki hugmynd um hvar, ef litlu skrímslin systkini mín hafa þá ekki eyðilagt hana eins og flestallt dótið mitt (þar á meðal 12 manna sparihnífaparasett frá Barbie (og eiginlega allt Barbie smádótið), öll Andrésblöð frá upphafi íslensku útgáfunnar til ca. 1992 og allt Playmodótið mitt).

Var nefnilega að lesa um engla, og þá spratt Dísa upp í kollinn á mér. Ég fæ ennþá tár í augun við að rifja upp þegar karlandskotinn klippti af henni vængina... ömurlega sorglegt. Ef ég rekst á hann þá ætla ég að lemj'ann.