Harmsögur ævi minnar

12.3.05

Nautsj, ég var komin á lappir tæplega 10 í morgun og skellti mér í bæinn með meðleigjanda. Við gúffuðum í okkur djúpsteiktum bollum með vanillukremi og cappuccino á kaffihúsi og fórum svo í verslunarleiðangur þar sem Stefano, kærastinn hennar Önnu meðló á ammmæli í dag.

Meðleigjandanum (verandi karlkyns og óhæfur til búðarráps) tókst að pirra mig eftir 2 mínútur þannig að eftir að gjöfin var fundin taldi ég öruggast að halda heim á leið til að forðast frekari leiðindi. Merkilegt að geta ekki farið í nokkrar búðir án þess að byrja að röfla eins og smákrakki. Karlmenn.

Svo bætti ég inn nokkrum bloggurum til viðbótar. Check it out. Er líka alltaf á leiðinni að setja inn fleiri myndir en það ætlar að ganga e-ð hægt...