Harmsögur ævi minnar

7.3.05

Jæja, hárlitun fór ekki svo illa eftir allt saman. Þegar ég skolaði litinn úr leit hárið á mér út fyrir að vera ljósappelsínugult með gráum strípum en eftir þurrkun varð það bara venjulega ljóst... eiginlega. Kannski aðeins gult en í öllu falli skárra en ég bjóst við. Svo klippti ég mig og er bara svaka pæja. Júhú!