Harmsögur ævi minnar

4.3.05

Æi nú þarf ég að skrifa ritgerð og nenni ekki. Ég er líka algjörlega vansvefta út af þessum helvítis iðnaðarmönnum á hæðinni fyrir ofan. Klukkan 7 á morgnana byrja þeir að bora, negla, skafa og berja. 7 Á MORGNANA!!! Þetta er ekki hægt. Ég á yfirleitt í vandræðum með að sofna á kvöldin en núna er þetta hell því ég er svo stressuð yfir því að þeir vekji mig snemma að ég get ennþá síður sofnað. Ég er sko orðin ein taugahrúga og vafra um íbúðina í náttsloppnum með kaffibolla í einni og sígarettu í hinni (og hárið út í loftið), tautandi og röflandi við sjálfa mig. Það er enginn friður neins staðar. Ekki einu sinni eyrnatappar virka á þennan helvítis hávaða. Ég hata þetta.