Ég var í búðinni að kaupa mér mjólk, kornflex og sígó fyrir síðasta klinkið. La dolce fokking víta maður.
Anyway, það helltist yfir mig rosalega undarleg tilfinning í búðinni... allt í einu fór ég að hugsa um það hvað lífið mitt er skrýtið. Ég veit ekki neitt í minn haus. Ég veit ekki hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór eða hvar ég vil búa. Ég veit ekki neitt. Mig langaði eiginlega bara að skríða upp í eina hilluna í búðinni og bíða þar og sjá til.
Það er svo asnalegt að vita ekkert hvert maður er að fara. En um leið og maður planar eitthvað þá gerist eitthvað sem breytir öllu hvort eð er... þannig að þegar öllu er á botninn hvolft veit maður ekkert hvað gerist. Hefði einhver sagt mér fyrir ári síðan hvar ég yrði í dag þá hefði ég nú ekki tekið mikið mark á því. Furðulegur andskoti þetta líf.
En nú ætla ég að fá mér tebolla og spila Risk.
<< Home