Harmsögur ævi minnar

11.2.05

Var að rifja upp eitt sem Guffinn minn sagði mér einu sinni þegar við sátum blindfull uppi í kirkjugarðinum við Suðurgötu kl. 7 á sunnudagsmorgni. Hann sagði: "Hafdís mín, ég elska þig, þú ert æðisleg vinkona. En ég held að þú sért ömurleg kærasta." Skyldi skepnan hafa haft rétt fyrir sér?

Á ég þá bara að fara á námskeið hjá Þórhalli presti eða hvað?