Harmsögur ævi minnar

4.2.05

Dísös nú er megrunin alveg farin í kúk. Rita lendleidí er á einhverju sætabrauðsbökunarnámskeiði og er veifandi Sacher-tertum og dýrindis rjómagúmmulaði framan í mig allan daginn. Ég reyndi að laumast inn í gær án þess að hún sæi mig en hún þrusaði upp hurðinni, dró mig inn og lét mig borða. Ég svitnaði kökukremi í alla nótt. Núna veit ég hvernig Hans og Grétu hlýtur að hafa liðið.