Harmsögur ævi minnar

28.1.05

Ósköp lítið að frétta frá Miðjarðarhafinu nema að það er vangefið kalt... e-s staðar í kringum frostmark. Ég fór þess vegna og keypti gaskút í e-n ofn sem Rita lét mig hafa. En nú er ég svo stressuð að það leki gas úr kútnum þegar ég er sofandi að það var næstum því skárra að vera bara kalt. Ég fer framúr rúminu alveg oft og mörgum sinnum til að tékka. Og fer inn í eldhús í leiðinni til að tékka á gasinu þar. Súrt.

Annars sá ég Cagliari rústa Sampdoria í bikarkeppninni í gær. Það var skemmtilegt. En kalt samt. Djöfull er Zola ógeðslega lítill! Ég hafði bara ekki gert mér grein fyrir þessu... hann nær örugglega ekki 1,60.