Harmsögur ævi minnar

23.1.05

Ég fór á diskótek í gær... segi það og skrifa. Ojojoj. Ég fór nú bara af því að ég var með hóp og við fengum ókeypis inn því einhver þekkti einhvern.

Ég og Anna meðleigjanda fengum sjokk. Hún er nú ekki nema 25 og ég 27 en við vorum langelsta kvenfólkið þarna inni. Laaaangelsta.

Svo fórum við á klósettið og neyddumst til að þess að horfa á þessi grindhoruðu kríli bæta á maskarann og tala um samræmdu prófin. Í ofanálag var þetta allt hálfnakið þannið að anorexíudúnninn stóð út í allar áttir.

Ég held að ég sé að verða gömul.

Annars vorum við með matarboð áður sem var þrusufínt. Borðuðum reyktan lax, salami og kindaost í forrétt, svo pasta með laxi, rjóma og vodka, svínakjöt með sveskjufyllingu og sveppasósu, franska súkkulaðiköku með rjóma og loks blandað ávaxtasalat með sykri. Og svo kaffi og líkjöra. Nammi namm. Ég er samt búin að ákveða að ég ætla að byrja í ræktinni í febrúar.

Ef það verður ekki orðið of seint þ.e.a.s.