Harmsögur ævi minnar

16.1.05

Fór að hitta Philipp þýska/bavaríska í gær. Hann var erasmus á sama tíma og ég og er í stuttri heimsókn til að hitta sardinísku kærustuna sína. Philipp, fyrir utan það að vera ógeðslega skemmtilegur og góður, er mjög sætur. Kærastan hans er líka alveg gullfalleg. Þau eru eiginlega bara fallegasta kærustupar sem ég hef séð... ég stóð mig stundum að því að glápa á þau í gær, orðlaus yfir dýrðinni. Yfirleitt þegar fólk er svona fallegt getur maður bætt við með fúlum tón: "Já en hún er nú bölvuð tík sko... algjör frekja" eða "Hann heldur víst framhjá henni big time", svona til þess að fá útrás fyrir öfundina. En nei, þau eru líka góð, þannig að frústrasjónin er algjör. Maður vill hata en getur ekki. Some people just have it all. Ég er samt viss um að það eru einhverjar beinagrindur einhvers staðar...