Harmsögur ævi minnar

12.1.05

Var að skoða vísareikninginn á netinu *KYNGJ*. Jólagjafirnar eiga eftir að setja mig á hausinn um mánaðarmótin... og svo keypti ég skólabækur fyrir glás af pening. Sem ég á því miður ekki. Ég er því búin að setja upp sparnaðarplan:

  1. Drekka mjólk frá hinum í íbúðinni.
  2. Borða næsta mánuðinn bara jólakökurnar sem urðu afgangs á gamlárskvöld og pasta með annaðhvort smjöri eða tómatsósu (tjah... eða bæði, en bara spari).
  3. Drekka vatn úr krananum (sem ég geri hvort sem er alltaf en konan sem ég leigi hjá sagði að maður gæti fengið nýrnasteina af því svo ég ætlaði að byrja að kaupa vatn... verður ekkert úr því núna).
  4. Ekkert grænmeti, ávextir, kjöt eða fiskur fram á vor.
  5. Ekkert fancy Kellogg's morgunkorn, bara ódýrt eftirhermukornflex.
  6. Ekkert líkamsræktarkort (og ég sem keypti þessa fínu eróbikkskó í haust).
  7. Engar bíóferðir eða barrölt (og ef það kemur fyrir, þá bara einn drykkur, þynntur með vatni úr vaskinum ef kvöldið lengist).
  8. Engar sígarettur (má hvort sem er ekki reykja neins staðar).
  9. Fara í heimsóknir á matmálstímum.
  10. Ekkert rándýrt dömubinda/túrtappaspreð (reyna bara að sitja á klósettinu meðan það versta gengur yfir).
  11. Takmarka sjampó- og sápunotkun, eða sleppa alveg.
  12. Engin fatakaup... svosem ekki vandamál þar sem ég verð væntanlega spikfeit af skelfilegu matarræði og algjöru hreyfingarleysi.