Harmsögur ævi minnar

28.12.04

Þá er ég að fara á morgun og lendi í því eins og venjulega að hafa ekki náð að hitta nærri því alla, eiga eftir að fara til læknis, tala við nokkra kennara, kaupa skólabækur, fara í bankann og hitt og þetta. Ég bið bara kærlega að heilsa öllum sem ég náði ekki að tala við. Reyni að vera duglegri að senda ímeil á nýja árinu.