Harmsögur ævi minnar

11.12.04

Ég er að fara í eitthvað prumpuhljóðfræðipróf á mánudaginn. Eins og gefur að skilja gengur hálf erfiðlega að sitja stilltur við lestur á laugardagskvöldi. Svo rakst ég á þessa mynd í glósunum mínum. Hún á að sýna myndunarstaði samhljóða bla bla bla en mér finnst hún alveg eins og eitthvað úr Silence of the Lambs.

Krípí sjitt maður. Annars er ég að spá í að taka mér pásu (frá því að vera í stanslausri pásu), troða mig út af sælgæti og horfa á Bridget Jones. Það verður notalegt.