Harmsögur ævi minnar

2.12.04

Fyrir tæpum tveimur árum sátum við faðir minn ásamt fyrrverandi sambýlismanni mínum í eldhúsi þess fyrrnefnda og ræddum heimsmálin. Kom þar ýmislegt fram, misgáfulegt náttúrulega, eins og vill gerast þegar fólk er komið á fimmta ginglas. Eitt var atriðið sem ég var nú hálf treg að gúddera þá, og fannst alhæfing mikil, en eftir því sem tíminn líður sé ég að þessi punktur hefur vaxið og vaxið í áliti hjá mér. Það var semsagt sú fullyrðing að Frakkar séu hrokafullir kynvillingar. Get ég ekki betur séð en að í það skiptið hafi ER haft rétt fyrir sér. Ég mana fólk til að koma með mótrök.