Harmsögur ævi minnar

20.11.04

Var ekki Subbi að koma sér all svakalega á svarta listann núna. Hann var eitthvað að bardúsa inni í eldhúsi þegar ég kom þar inn. Ég bað hann vinsamlegast að skilja ekki við eldhúsið aftur eins og hann gerði í dag (og alla daga). Hálffullur pastapottur á eldavélinni, vaskurinn fullur af leirtaui, það litla sem hann hafði vaskað upp ógeðslega illa gert; fitugt og kámugt.

Heyrðu, gæinn bara gjörsamlega snappaði. Sagði að við skildum oft eftir skítugt svo dögum skipti (what? WHAT did you say???), og að ég hefði sko ekki þrifið eldavélina í dag eftir mig (n.b. vegna þess að hann var að djúpsteikja elg eða einhvern andskotann). Ég lét hann bara blása og sagði svo bara jæja, fyrst þú ætlar að taka þessu svona, og fór út.

Það sem Subbi veit ekki að ég er örugglega langrækasta manneskja sem ég þekki og ég get hæglega verið í fýlu það sem eftir lifir af okkar sambúð. Hann á eftir að sjá eftir þessu.

Silent treatment lífs míns; here I come...