Djö... var að vakna. Andskotans. Gat ekki sofið í alla nótt fyrir þessum manndrápskulda og horsnýtingum og þar af leiðandi þegar klukkan hringdi klukkan 8:30 var ég gjörsamlega ósofin. Og ef þið ætlið að vera með eitthvað skítkast skulið þið átta ykkur á því að ef það eru 8°C úti þá eru líka 8°C inni. Og meira að segja aðeins minna í herberginu mínu því sólin nær ekki að skína þangað inn. Brrrr....
Ætla í apótek í dag að fá eitthvað massakvefmeðal. Ég er búin að vera með stíflað nef í mánuð.
<< Home