Harmsögur ævi minnar

8.11.04

Internetið er búið að vera bilað í marga daga. Loksins í morgun kom einhver durgur frá Telecom Italia og lagaði allt saman. Þetta gerist alltaf þegar ég þarf að skila heimaverkefni eða ritgerð í skólanum. Skilaði í morgun 10:13 og deadline-ið var 10:15. Vona að úr kennarans sé ekki of fljótt.

Líkamsræktarátakið mitt gengur svona líka þrusuvel. Ætlaði að léttast um 3 kíló á mánuði og vigtaði mig um helgina (ég var svo heppilega gestkomandi í húsi með vigt á baðherberginu). Og viti menn... hafði ég ekki bara misst heil 400 grömm!! Ég ætti að gefa út bók með kúrnum; hún myndi rokseljast. Ætla samt að reyna að trappa mig aðeins niður í ísnum... hvað ætli gerist þá? Ég hlýt hreinlega að hverfa.