Harmsögur ævi minnar

29.10.04

Fékk tölvupóst frá pabba mínum um daginn sem byrjaði svona: Halló litli kútur. Ég las hins vegar: Halló litli KÚKUR. Mér fannst það ekki skemmtilegt.

Er annars bara hálflasin, ligg yfir sjónvarpinu með heita aspiríndrykki og súkkulaði. Hundleiðinlegt. Hugsa að ég fari samt út í kvöld. Ég bara verð að komast út úr húsi. Heyrði í Doktornum mínum áðan, það var snilld.

Svo er ég búin að setja inn veðurpönkara, okkur öllum til mikillar gleði væntanlega. Eða a.m.k. mér til mikillar gleði þegar þið getið séð hvað er heitt hjá mér meðan þið þurfið að vera í öööömurlegu veðri á Íslandi. Nei ég segi nú bara svona... eins og áður hefur komið fram fer ég lítið út úr húsi þannig að þetta skiptir engu máli. Svo er líka oft of rakt. Jæja, fokk it, farin að finna einhvern til að kíkja á pöbbinn.