Harmsögur ævi minnar

19.10.04

Pirruð... var búin að blogga í gær en helvítis bloggerinn eyddi því. Er annars bara að reyna að læra. Sé alveg fyrir mér plottin á kaffistofu háskólaprófessora á Íslandi: -"Hey, ég ætla að hafa próf á þriðjudaginn sem gildir 50%", -"Ókey, þá ætla ég að hafa deadline á ritgerðina á mánudaginn, múhahaha!". -"Ég vil líka vera með... ég ætla að hafa verkefnaskil þá... segjum bara sama dag og prófið." -"Alltílæ, en þá ætla ég að láta skila annarri ritgerð daginn eftir prófið, ah ha ha ha, þetta verður fyndið!"

Er annars ofsótt af pöddum þessa dagana. Það var ormur í eplinu sem ég var að borða um daginn, Tikka Masala kryddið sem ég ætlaði að nota til marineringar var stútfullt af svörtum bjöllum og meira að segja austurlensku núðlurnar sem ég át í gær (eða a.m.k. 2/3 af þeim) innihéldu e-ð dautt skordýr. Heimsendir er í nánd.