Harmsögur ævi minnar

15.10.04

Ojjj, þetta var nú meira svindlið með sjónvarpið á netinu. Maður getur bara horft á fréttir, íþróttir og veður og svoleiðis prump!!! Hverjum er ekki skítsama um það? Kastljósið? Táknmálsfréttir? Handboltakvöld? Mósaík?!? Já nei takk. Mér leiðist ekki svona mikið. Farið þið bara í rassgat ríkissníkjudýrin ykkar með þessa fúlu dagskrá. Fyrr má nú rota en dauðrota.

Samt gaman að hlusta á Rás 2 sko, vil alls ekki vera vanþakklát.