Jæja, nú er ég komin með nóg af enskri 18. aldar ljóðlist í bili. Ég er sko alltaf að læra. Eða við getum kannski frekar sagt að ég eyði miklum tíma í að læra. Mér verður samt voða lítið úr verki einhvern veginn. Enda er The Norton Anthology of English Literature þykkari en biblían og með þynnri blaðsíðum. Og örsmáu letri. Seeeiiiinlesið helvíti. Ég ætti kannski bara að fara í lýðháskóla þar sem ég get fengið að föndra og teikna.
En anyhoo þá er klukkan að verða sjö og ég ætla að drífa mig í rússkinnsbúttsin, setja á mig svitalyktareyði og varalit og skella mér á happy hour. Sem byrjar reyndar ekki fyrr en eftir þrjá tíma but who gives. Held ég eigi rósavínsflösku einhvers staðar.
Góða skemmtun í kvöld allir!
P.s. komin með nýjan erasmus-nema sem sambýling; hálf Breta/hálf Napóletana. Hann er voða fínn og almennilegur, en stundum með skítugt hár.
<< Home