Harmsögur ævi minnar

11.10.04

Jæja, það var aldeilis frábært hjá mér á föstudagskvöldið. Sátum hérna heima og sötruðum, fórum síðan á pöbbinn og ég var komin heim klukkan eitt. Júhúúúú, maður er alveg trylltur sko.

Fór svo í partý á laugardagskvöldið. Hitti strák sem ég hef ekki séð í þónokkurn tíma og hann segir við mig: "Nei, þú ert aldeilis komin með bollukinnar, maður borðar greinilega vel á Íslandi, ha?!" (það má bæta því við að til áherslu kleip hann svona krúttlega í aðra þeirra).

WHAT??? WHAT DID YOU SAY???!!! Sé það núna að ég hefði átt að reka hnefann á bólakaf í barkakýlið á honum en ég var bara of hissa til að bregðast við. Ja hérna... það sem fólki dettur í hug að segja.

Well, best að halda áfram að læra. Þ.e.a.s. ef mér tekst að sjá á tölvuskjáinn fyrir öllum þessum kinnum.