Haldið þið að Katalóna I (a.k.a. Laura, fyrrverandi sambýliskona mín) sé ekki bara í heimsókn á eyjunni. Ég meig svosem ekkert á mig af spenningi enda muna glöggir lesendur kannski eftir því að hún var farin að fara ansi mikið í taugarnar á mér undir lokin.
Nenni svosem ekkert að fara út í smáatriði en við getum bara sagt að hún sé mjög týpískt einkabarn. ÉG ÉG ÉG ÉG um MIG frá MÉR til MÍN. Svo er hún líka einn af þessum einstaklingum sem er alltaf einhver andskotinn að. Alltaf veik, alltaf með hálsbólgu, vöðvabólgu, túrverki, hausverk and you name it. Hún má t.d. ekki borða neitt kalt því hún er með e-ð krónískt hálsástand. Og svo er hún svo mjó vesalingurinn af því hún er alltaf svo stressuð og með svo mikla vöðvabólgu og kemur bara engu niður.
Ég veit ekki hvort þetta er einhver innbyggður íslenskur truntuskapur en ég nenni bara ekki að vorkenna svona fólki. Úlfur úlfur anyone??
Einu sinni fór hún í fjallgöngu með fjórum öðrum vinum okkar. Á leiðinni heim komu þau við í bókabúð og þar inni leið yfir kvikindið. Öll þessi líkamlega áreynsla og hún greyið er svo mjó og var bara ekkert búin að borða ræfilstuskan. Ég glotti nú út í annað þegar þau báru hana hérna inn um dyrnar (skv. henni mun nær dauða en lífi). Hún mældi sig og OH MY GOD... 37,5 gráður!!! Henni féllust alveg hendur yfir þessum ógnarhita þangað til ég hreytti í hana að 37,5 gráður væri svo nálægt eðlilegum líkamshita að það teldist nú varla hiti. Svo skildi ég hana eftir í herberginu sínu með Nutella dollu og fór út. Þá varð nú Rita landlady fúl, þ.e.a.s. að ég skyldi ekki sinna greyinu betur. Oooo nei, ég er engin helvítis hjúkka, hún hefði bara getað verið heima hjá sér ef hún vildi fá e-a þjónustu.
Úff... sem betur fer gistir hún ekki hjá okkur.
<< Home