Harmsögur ævi minnar

25.10.04

Ég þoli ekki lengur að læra... eða sitja og þykjast læra og átta mig svo á því eftir 20 blaðsíður að ég hef ekki hugmynd um hvað ég var að lesa. Einbeitingarskorturinn algjör. Tók eftir því í dag að mávar eru farnir að sveima mikið fyrir utan og jafnvel farnir að gerast full aðgangsharðir; setjast á svalirnar og svona. Þeir finna væntanlega af mér nályktina út um opnar svaladyrnar.

Óska annars Jo til hamingju með 24ra ára afmælið í dag. Ef mig minnir rétt á líka Skuldur sá er við Hö er kenndur afmæli í dag og er þá væntanlega 27. Til hamingju allir bara.