Harmsögur ævi minnar

21.10.04

Duttu mér allar dauðar lýs úr höfði í morgun. Var þá ekki mættur til Cagliari Jonas minn Biveroni. Fyrir þá sem ekki vita er Jonas Svisslendingur sem var með mér úti á síðasta ári og er algjör snilld af manni. Mér þykir vænt um Jonas.

Hérna erum við saman í Barcelona síðasta sumar (Adam Ungverji fór að skoða Sagrada-Familia kirkjuna en þar sem okkur Jonasi fannst hún hörmulega ljót að utan ákváðum við að hún væri jafnvel ljótari að innan (og svo kostaði líka inn!) og héngum í einhverjum garði á meðan. Það kom svo í ljós að við höfðum rétt fyrir okkur... Adam var mjög vonsvikinn meðan við vorum mjög glöð):