Fór á The Village í gær. Hún var fín. Það sem var ekki fínt var að í bíó var fullt af fólki sem gat ómögulega haldið kjafti meðan á sýningu stóð. Píkuskrækir og gelgjuhlátur fyrir aftan mig, og í röðinni minni var meira að segja maður sem talaði í gemsann af miklum móð, stóð upp, kom inn aftur með annan vin sinn, settist niður og byrjaði að spjalla við konuna sínu. Og þetta var ekkert hvísl: "æi hvað heitir þessi leikari aftur?"... Neeeei, bara spjall um daginn og veginn, hátt og snjallt. Og alls staðar í salnum heyrði maður einhver svona læti. Af hverju fer fólk í bíó ef það ætlar ekki að horfa á myndina??? Mér finnst það með ólíkindum. Held ég verði að kaupa mér DVD spilara ef ég á ekki að fara yfir um.
<< Home