Harmsögur ævi minnar

12.11.04

Talandi um að gefa vitlaus símanúmer... þegar mamma var hjá mér sátum við eitt kvöldið á útikaffihúsi rétt hjá þar sem ég á heima. Þegar nokkuð er liðið á kvöld setjast hjá okkur tveir ÓGEÐSLEGIR drengstaular. Annar með allar tennurnar brenndar, og bara einhver sviðin, grá grýlukerti hangandi fremst úr gómnum. Vinurinn litlu skárri, í hvítri dúnúlpu, hvítum buxum og hvítum skóm og með þvílíkan sauðarsvip á andlitinu. Við mamma ákváðum þá bara að drífa okkur heim þegar hvíti vinurinn biður mig um símanúmerið mitt.

Ég svara: "Nei, veistu ég er bara ekki með gemsa."
Vinur: "Jú víst, ég sá þig senda sms áðan."
Ég: "Nú já? Já það er íslenska kortið mitt og það á að loka því í vikunni þannig að það tekur því ekkert. Svo er ég að fara heim til Íslands líka."
Vinur: "Já á ég ekki þá að láta þig hafa mitt númer bara?"
Ég: "Nei. Til hvers?"
Vinur: "Þá getur þú hringt í mig þegar þú ert komin með númer."
Ég: "Nei."
(Vinir sýna EKKI á sér fararsnið)
Ég: "Heyrðu, ég læt þig bara hafa símann hjá mömmu, þá geturðu hringt í hana og fengið númerið mitt."
(Ætlaði að gefa upp vitlaust númer en hálfviti ekki jafn vitlaus og hann lítur út fyrir að vera)
Vinur: "Ok, það semsagt hringir síminn hjá mömmu þinni ef ég prófa númerið strax?"
Ég: (DÓH) "Já auðvitað."
DRING DRING

Það er svo skemmst frá því að segja að tannlaus og bjáni eru búnir að pesta móður mína með sífelldum hringingum. Ég er búin að segja henni að svara bara; þá eyða þeir fullt af peningum, en það virðist ekki hafa nein áhrif. Vona að ég rekist ALDREI á þessa gaura aftur.