Harmsögur ævi minnar

10.11.04

Frábært, var búin að panta flug ótrúlega tímanlega til Íslands, svona til að vera örugg með jólaprófin. Semsagt, heim 7. des og út aftur 30. des. Fékk svo tölvupóst frá Icelandexpress í morgun þar sem þeir segja mér að það sé búið að breyta áætluninni og búið að fella flugið mitt niður... ekki bara annað heldur bæði! Mér er að vísu boðið upp á að breyta því, mér að kostnaðarlausu (vá!), en sit uppi með fram og til baka flug Sardinía-London sem passaði við hitt flugið. Hvað í andskotanum á ég að gera? Ég er bara hundfúl.