Harmsögur ævi minnar

11.11.04

Gleymdi að segja frá ansi skemmtilegum laugardegi sem ég átti í síðustu viku. Fyrst fór ég í ólífutínslu og um kvöldið í tekílapartý. Í partýinu var mestmegnis spiluð einhver ógeðsleg salsatónlist. Ég spurði þess vegna e-n gaur sem lét sig tónlistina varða hvort ekki væri hægt að hlusta á skemmtilega rokkmúsík í staðinn. Hann hélt nú það... kom til mín skömmu síðar bara þvílíkt brosandi og spurði hvort mér þætti þetta ekki skemmtilegt. Þá var dynjandi Bon Jovi kominn í tækið. IT'S MYYYY LIIIIFE - IT'S NOW OR NEVER.... og svo framvegis. Hann var svo ánægður greyið að ég sagði að þetta væri bara alveg stórfínt. Héldum samt áfram að gramsa í tónlistinni fram eftir kvöldi en eitthvað var nú fátt um fína drætti þar á þessu heimili.

Note to self: vasadiskó í partý þar sem hugsanlega má eiga von á salsatónlist.