Matarboð gekk vel. Í sambandi við matinn... well, have had better, have had worse. Subbi var nú heldur ekkert að stressa sig á þrifunum og sat hinn rólegasti meðan við hin 3 vöskuðum upp, þurrkuðum og gengum frá. Kannski hélt hann að hann væri stikkfrí því hann eldaði. Ef það að sjóða pasta heitir að elda.
Undarlegt sem gerðist seinna. Subbi keyrði vinkonu sína heim sem býr langt í burtu (þetta var svona um 2-leytið). Ekkert meira með það, allir farnir heim og við að fara að sofa. Ég var búin að tannbursta mig og var bara að fara að leggjast til hvílu þegar ég heyri eitthvað í eldhúsinu. Situr ekki þá einn vinur Subba þar, reykjandi og drekkandi bjór. Þetta fannst mér undarlegt. Ég bauð honum bara góða nótt, fannst það reyndar hálf dónalegt að skilja hann svona einan eftir en... æi ég veit það ekki. Ég nenni ekki að hanga yfir e-u fólki langt fram eftir nótt á fimmtudegi, þegar ég er hálf lasin í ofanálag. Þannig að hann hékk bara í eldhúsinu, svo heyrði ég að hann fór í tölvuna inni hjá Subba. Subbi sjálfur kom ekki heim fyrr en klukkutíma seinna eða eitthvað.
<< Home