Haldiði að meðleigjendurnir hafi ekki planað matarboð í kvöld. Sama er mér svosem... svo lengi sem ég þarf ekki að gera neitt. Boðs-sms-in voru reyndar snilld: "Þér er boðið í mat á morgun klukkan 9. Komdu með eitthvað að borða, drekka og stól".
Subbulegi meðleigjandinn ætlar að elda. Hann heldur að hann sé klár því pabbi hans á veitingastað. Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei séð aðrar eins aðfarir í eldhúsi hvorki fyrr né síðar. Olíuslettur og matarleifar og skítug áhöld og bara allt út um allt. Vona að það verði ekki hár í matnum eins og einu sinni þegar hann eldaði fyrir okkur. Skítugt hár í ofanálag. Hann er samt fínn sko.
<< Home