Harmsögur ævi minnar

26.11.04

Lufsaðist loksins til læknis í morgun. Allar ennis- og kinnholur stíflaðar, ekki skrýtið að maður hafi ekki getað hugsað með heilann á sér fullan af hor. Fékk sýklalyf, og ekki bara eitthvað sýklalyf heldur þetta: "Lyfið er notað gegn sýkingum af völdum sýkla sem eru næmir fyrir lyfinu. Það er m.a. notað við sýkingum í öndunarfærum og kynfærum (Chlamydia)." Við Klamydíu for crying outloud!! Þetta er eins og að fá augndropa sem virka líka sem svitalyktareyðir. Jæja, ef maður skyldi vera með klamydíu þá a.m.k. verður séð um það. Better safe than sorry.

Svo fékk ég annað voða fansí lyf til að setja í aerosol. Svona tæki með gufu svo maður andar að sér lyfinu, æi þetta er e-ð voða mikið notað á Ítalíu...kannski meira fyrir smákrakka... aldrei séð þetta heima. En ég verð eins og nýsleginn túskildingur eftir þetta, ég finn það á mér. Nú ætla ég að leggja mig og vakna hress eftir hádegi og læra.

Heyrðu, og ég þurfti ekki að borga krónu. Hvorki hjá lækninum né í apótekinu. Það var fínt.