Harmsögur ævi minnar

22.11.04

Stríðið við Subba heldur áfram. Í dag sendi ég annan meðleigjanda inn til hans til að ná í sjónvarpið. Hann á nefnilega ekkert í því en hefur það inni hjá sér. Ég sagðist vilja horfa á Bráðavaktina í kvöld. Hinn meðleigjandinn kom svo með tækið inn í eldhús, kveikti á því... og viti menn - bara snjókorn! Ég vissi svosem alveg að það virkaði ekki rassgat inni í eldhúsi; hefur aldrei gert. En fyrr skal það fljúga fram af svölunum heldur en að snúa aftur inn í skítahauginn hjá Subba. Bara spurning um prinsipp. Hinn meðleigjandinn sagði þá: "Hafdís, þetta er nú soldið barnalegt af þér... líður þér eitthvað betur núna?". Ég skoðaði stöðuna í bak og fyrir og svaraði svo hátt og skýrt: "Já, mér líður mun betur!". Enda Subbi drullufúll.