Stríðið við Subba heldur áfram. Í dag sendi ég annan meðleigjanda inn til hans til að ná í sjónvarpið. Hann á nefnilega ekkert í því en hefur það inni hjá sér. Ég sagðist vilja horfa á Bráðavaktina í kvöld. Hinn meðleigjandinn kom svo með tækið inn í eldhús, kveikti á því... og viti menn - bara snjókorn! Ég vissi svosem alveg að það virkaði ekki rassgat inni í eldhúsi; hefur aldrei gert. En fyrr skal það fljúga fram af svölunum heldur en að snúa aftur inn í skítahauginn hjá Subba. Bara spurning um prinsipp. Hinn meðleigjandinn sagði þá: "Hafdís, þetta er nú soldið barnalegt af þér... líður þér eitthvað betur núna?". Ég skoðaði stöðuna í bak og fyrir og svaraði svo hátt og skýrt: "Já, mér líður mun betur!". Enda Subbi drullufúll.
22.11.04
Gotterí
Dlisted
Dúnja
Geimveran Tjess
Gott grín grín
Guðrún
Helga Þórey
PalliH
Sigurbjörn
Snilldur
STFU, Parents
Tinna Blaha
TinnaDK
Vegið úr launsátri
Fyrri færslur
- Var ekki Subbi að koma sér all svakalega á svarta ...
- Matarboð gekk vel. Í sambandi við matinn... well,...
- Jæja, félaginn er byrjaður að elda. Holy mother o...
- Var að fá meil frá Icelandexpress... þeir ætla að ...
- Haldiði að meðleigjendurnir hafi ekki planað matar...
- Vaknaði í morgun alveg útsofin og fín, og ekkert s...
- Dauði og djöfull... varð það á að leggjast aðeins ...
- Djö... var að vakna. Andskotans. Gat ekki sofið ...
- Skrýtið hvað maður breytist með aldrinum. Ég er t...
- Ekkert markvert í fréttum svosem. Hápunktur dagsi...

<< Home