Gekk ekkert hjá mér að vakna hress eftir hádegi í gær; ég lá bara í einhverju lyfjamóki yfir sjónvarpinu langt fram á kvöld. Ég held að það sé leitun að annarri eins lágkúru og fyrirfinnst í ítölsku sjónvarpi, alls staðar bíkíníklæddur ungpíur að dansa lélega dansa. Og svo sá ég þátt þar sem kærustupar var að rífast í fullum sjónvarpssal því hann vildi eignast börn en ekki hún. Og áhorfendur voru að koma með sitt álit og rífast með og svona. Frábært.
Ekki var þetta allt alslæmt því ég horfði líka á: Einn tveir og elda, Lögregluhundinn Rex (með gamla löggukallinum, þessum sæta), Murder She Wrote, Ally McBeal, CSI Miami (voðalega er kryfjukonan alltaf vel förðuð!!!), The Shield, Friends og svo e-a mynd með Clint Eastwood og Charlie Sheen sem ég sofnaði reyndar yfir. Já, gott fólk, aldeilis viðburðaríkur föstudagur hjá mér.
Þannig að nú er að harka af sér beinverkina og doðann og dúndra sér í lærdóm. Ég á sem betur fer kók, Pringles og ís þannig að þetta gæti gengið.
<< Home