Jæja, þá er maður alveg að fara að leggja í'ann. Eftir smástund fer ég í 4 klukkustunda rútuferð til Alghero, þaðan flug til Stansted, töskur í geymslu, lest niður í bæ, nótt á B&B og svo bara versl á morgun og flug kl. 20.
Taskan mín er ÓGEÐSLEGA þung. Aldrei þessu vant er ég ekki með mikið af dóti en þurfti náttúrulega að drusla helv... skólabókunum með. Djö, set heimsmet í yfirvigt. Og þær láta mig örugglega tékka inn handfarangurinn, fúlu flugvallat****r.
Annars er það í fréttum að Subbi baðst afsökunar í gær, jamm... hann skal þó ekki búast við einhverjum vinskap, það er alveg á hreinu.
Anyway, sjáumst hress, ekki á morgun, kannski heldur 18. þegar ég er búin í prófum... hver ætlaði aftur að halda pahtee?
SMAK!
<< Home